Meirihluti þingmanna Sjálfstæðisflokks styður að þingsályktunartillaga verði lögð fram um að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Þetta kom fram á þingflokksfundi flokksins í dag.

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í samtali við fréttastofu RÚV að hið sama gilti um Framsóknarflokkinn.

VB.is hefur ekki náð tali af Ragnheiði Ríkharðsdóttur þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins.