Um 32% Íslendinga eru hlynnt því að leyfa sölu léttvíns í matvöruverslun en meirihluti, eða slétt 58% eru því andvíg. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Maskína framkvæmdi dagana 21.- 27. febrúar.

Andstaða við sölu léttvíns í matvöruverslunum hefur því aukist því frá seinustu könnun sem framkvæmd var í byrjun febrúar 2016 þegar hátt í 35% voru hlynnt og um 52% andvíg.

Sömu sögu má segja um afstöðu fólks til sölu bjórs í matvöruverslunum. 33 til 37 til 38% er hlynnt því að leyfa sölu bjórs í matvöruverslunum, en meirihluti er andvígur eða 50 til 51%. Yfirgnæfandi meirihluti almennings er andvígur sölu sterks áfengis í matvöruverslunum eða hátt í 74% svarenda.

„Þegar bakgrunnsbreytur eru skoðaðar þá sést að andstaða við sölu bjórs í matvöruverslunum eykst með hærri aldri, þannig eru um 60% þeirra sem eru yngri en 25 ára hlynnt sölunni en aðeins um 19% þeirra sem eru 55 ára og eldri. Þá er andstaðan meiri utan höfuðborgarsvæðisins. Athygli vekur að sá hópur sem er með lægstar fjölskyldutekjur er mest hlynntur því að leyfa sölu bjórs í matvöruverslunum, eða á milli 48% og 49% á meðan þeir sem hafa hærri fjölskyldutekjur voru á bilinu 26-33% hlynntir. Nærrum helmingur kjósenda Bjartrar framtíðar, Pírata og Sjálfstæðisflokksins eru hlynntir sölu bjórs í matvöruverslunum eða á bilinu 42-46% á meðan kjósendur Samfylkingarinnar og Vinstri græna sýna mestu andstöðu, eða á bilinu 70-75%. Sami marktæki munur var á milli hópa þegar að kemur að sölu léttvíns í mattvöruverslunum,“ er tekið fram í grein Maskínu um niðurstöður könnuninnar.

Þetta rímar að vissu leyti við svipaða könnun sem MMR framkvæmdi nú á dögunum.

Svarendur 845 manns og koma úr Þjóðagátt Maskínu hægt er að lesa nánar um framkvæmd könnunarinnar á vefsvæði Maskínu.