*

föstudagur, 6. ágúst 2021
Innlent 19. október 2014 16:05

Meirihluti vill sameina Ölfus og Hveragerði

Bæjarstjórn Ölfuss mun á næstunni kanna hug bæjarbúa til sameiningar við Hveragerði.

Ritstjórn

Mögulegt er að sveitarfélögin Ölfus og Hveragerði verði sameinuð. Þetta kemur fram á fréttavef RÚV. Meirihluti íbúa í Hveragerði er hlynntur sameiningu við annað sveitarfélag og bæjarstjórn Ölfuss mun taka afstöðu til þess hvort kanna eigi hug bæjarbúa til sameiningar á næstunni.

„Við munum láta það ráða för hvernig hugur fólks er til þess að við förum í nokkurs konar könnunarviðræður. Síðan verður fólk að taka afstöðu til sameiningar á síðari stigum, þegar búið sé að kanna kosti og galla þess að sameina sveitarfélögin.“ Segir Sveinn Steinarsson, bæjarstjóri Ölfuss.

Meirihluti hlynntur sameiningu í Ölfusi

Bæjarfulltrúar í bæjarstjórnum sveitarfélaga munu hafa rætt mögulega sameiningu í Þorlákshöfn þann 7. október síðastliðinn. Njörður Sigurðsson, bæjarfulltrúi í Hveragerði segir í Dagskránni, sem er fréttablað Suðurlands, að 63% Hvergerðinga hafi viljað sameinast öðru bæjarfélagi samkvæmt skoðanakönnun sem var framkvæmd samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor. Flestir vilji sameinast Hveragerði.

Stikkorð: Sveitarfélög Hveragerði Ölfus