Rúmur helmingur landsmanna er á móti því að taka upp evru sem gjaldmiðil hér á landi ef marka má könnun sem MMR vann fyrir Andríki og er birt á vef Andríkis í dag.

Spurt var; Hversu fylgjandi eða andvígur ert þú því að Ísland taki upp Evru sem gjaldmiðil landsins?

Tæplega 52% aðspurðra í könnun MMR eru mjög eða frekar andvígir því að taka upp evru, en aðeins 28% aðspurðra eru mjög eða frekar hlynntir því. Fimmtungur segist hvorki fylgjandi né andvígur.

Um 55% kvenna eru andsnúinn því að taka upp evru en tæplega 50% karla. Þá er áberandi mikill munur á milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins. Um 63% þeirra sem búa á landsbyggðinni segjast andsnúin því að taka upp evru en u m 21% þeirra eru fylgjandi því að taka  upp evru. Á sama tíma eru rúmlega 44% þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu andsnúnir því að taka upp evru á meðan 33% íbúa á höfuðborgarsvæðinu eru því fylgjandi.

Mest er andstaðan meðal bænda og sjómanna þegar horft er til starfsstétta, en um 79% þeirra eru andsnúnir því að taka upp evru. Minnst er andstaðan meðal sérfræðinga, en um 47% þeirra eru andsnúnir því að taka upp evru.

Hér má sjá könnunina í heild sinni.

evrur
evrur
© None (None)