Stjórnarflokkarnir þrír, Sambandsflokkurinn, Jafnaðarflokkurinn og Fólkaflokkurinn töpuðu allir fylgi í þingkosningunum í Færeyjum í gær. Flokkarnir halda engu að síður öruggum tuttug manna meirihluta á færeyska Lögþinginu. Miðflokkurinn bætti við sig mestu fylgi eða 3,2% en Sambandsflokkurinn tapaði mestu fylgi eða 2,7%.

Úrslit kosninganna eru þannig:

Jafnaðarflokkurinn fékk 19,4% atkvæða og sex þingmenn, tapaði 2,4 prósentum og einum manni.

Fólkaflokkurinn fékk 20,1% atkvæða og sjö þingmenn, tapaði 0,5 prósentum.

Þá fékk Sambandsflokkurinn 21% atkvæða og 7 þingmenn og tapaði 2,7%.

Af stjórnarandstöðuflokkunum fékk Þjóðveldisflokkurinn 23,3% atkvæða og 8 þingmenn. Flokkurinn bætti við sig 1,5% atkvæða og er stærsti flokkurinn á þinginu.

Miðflokkurinn fékk 8,3% atkvæða og 3 þingmenn. Flokkurinn bætti við sig 3,2% fylgi.

Sjálfstýriflokkurinn fékk 7,2% atkvæða og 2 þingmenn og bætti við sig 2,6%.

Miðnámuflokkurinn fékk 0,7% atkvæða og var eini flokkurinn sem fékk engan mann kjörinn á þing.