Til þess að áætluð umferðarmannvirki við nýjan Landspítala anni þörf þyrfti hlutfall þeirra starfsmanna sjúkrahússins sem færu til vinnu með Strætó að margfaldast að því er Morgunblaðið greinir frá.

Þorsteinn R. Hermannsson samgöngustjóri Reykjavíkur segir hönnun umferðarmannvirkjanna í samræmi við stefnu borgaryfirvalda að hlutfall ferða í borginni með einkabílum verði komið niður í 58% árið 2030. Í dag er samsvarandi hlutfall 75% ef miðað er við könnun meðal starfsmanna sem gerð var árið 2014.

Kristinn Jón Eysteinsson skipulagsfræðingur hjá Reykjavíkurborg áætlar að einungis verði bílastæði við sjúkrahúsið fyrir 40% starfsmanna yfir daginn.„Aðrir þurfa að koma til vinnu á þetta svæði með almenningssamgöngum, gangandi eða hjólandi,“ segir Kristinn Jón en þegar fyrrnefnd könnun var gerð sögðust 6% starfsmanna oftast nota Strætó til að komast til vinnu.