Samfylkingin myndi missa þrjá bæjarfulltrúa af fimm og Vinstri græn sínum eina yrði gengið til sveitarstjórnarkosninga í Hafnarfirði nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir Morgunblaðið á fylgi flokkanna í bænum.

Fram kemur í niðurstöðum skoðanakönnunarinnar að Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur með 37,7% fylgi og fimm bæjarfulltrúa, Björt framtíð er með 15,3% fylgi og fengi tvo fulltrúa. Þá myndu Píratar og Framsóknarflokkurinn líka ná inn einum bæjarfulltrúa hvor.