Fylgi Samfylkingarinnar er 30,5% og fylgi Vinstri grænna 22,7% ef marka má skoðanakönnun MMR (Markaðs- og miðlunarrannsókna) á fylgi stjórnmálaflokkanna.

Könnunin var gerð dagana 3. til 5. mars. Heildarfjöldi svarenda var 891.

Samkvæmt könnuninni er fylgi Sjálfstæðisflokksins 29,3%, fylgi Framsóknarflokksins 10% og fylgi Frjálslynda flokksins 2,2%. Önnur framboð, myndu samkvæmt könnuninn njóta 5,3% fylgis.

Kjörfylgi Sjálfstæðisflokksins er 37%, kjörfylgi Samfylkingarinnar 27%, kjörfylgi Vinstri grænna 14%, kjörfylgi Framsóknarflokksins 12% og kjörfylgi Frjálslynda flokksins 7%.

Spurt var í könnun MMR: Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk myndir þú líklegast kjósa?

Samtals tóku 61% afstöðu til spurningarinnar, aðrir kváðust óákveðnir (22%), myndu skila auðu (11%), myndu ekki kjósa (2%) eða vildu ekki gefa upp afstöðu sína (3%).

Svarendur voru einstaklingar á aldrinum 18 til 67 ára og voru þeir valdir handahófskennt úr þjóðskrá.

Einnig var spurt út í stuðning við ríkisstjórnina og er stuðningur við hana, samkvæmt könnuninni 51,3%.