Meirihluti landsmanna, 56,1%, styður nú ríkisstjórnina, samkvæmt nýrri könnun MMR. Þetta er í fyrsta sinn frá hruni bankanna sem ríkisstjórn landsins hefur meirihlutastuðning, samkvæmt könnun MMR. Í könnun í janúar náði stuðningurinn lágmarki, en þá sögðust 24,2% styðja stjórnina. 86% tóku afstöðu til spurningarinnar að þessu sinni.

Af fylgjendum VG segjast 95% styðja ríkisstjórnina og 94% samfylkingarmanna. 61% þeirra sem styðja Framsóknarflokkinn styðja einnig ríkisstjórnina, en af stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins eru aðeins 3% sem styðja ríkisstjórnina.

Könnunin var framkvæmd dagana 11.-12. febrúar og var heildarfjöldi svarenda 971 einstaklingur.