Meirihluti þeirra sem afstöðu tóku segjast vera á móti því að dísilknúin ökutæki verði bönnuð á Íslandi fyrir árið 2030, eða 44% á móti 39% sem vilja innleiða slíkt bann. Kannaði Fréttablaðið afstöðu Reykvíkinga til málsins en blaðið segir víða um heim stefnt að slíku banni á árinum 2025 til 2040 til að draga úr mengun.

Eins og aðrar kannanir sem birtar hafa verið síðustu daga sem sýnt hafa að meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar í Reykjavík er fallinn og að stærsti hópur borgarbúa er óviss um hvern þeir vilja sem nýjan borgarstjóra nær könnunin til um 800 íbúa borgarinnar.

Tóku hins vegar 91% afstöðu til spurningarinnar um dísilbannið en aðeins 5% voru óákveðin. Var jafnframt lítill munum á svörum Reykvíkinga eftir aldri. Þannig var sama hlutfall Reykvíkinga hlynntir banni eftir því hvort þeir voru 18 til 49 ára eða 50 ára og eldri. Hlutfall þeirra sem voru á móti banni var svo aðeins meira í eldri hópnum , eða 45%

Svör við spurningunni „Vilt þú að notkun dísilknúinna ökutækja verði bönnuð á Íslandi fyrir árið 2030?“ var sem hér segir:

  • 44% - Andvíg
  • 39% - Hlynnt
  • 17% - Hlutlaus