Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu mælist nú í fyrsta sinn vinsælli á meðal sjónvarpsáhorfenda en ameríski NFL fótboltinn.

Þetta kemur fram í nýjum mælingum Initiative Futures Sports and Entertainment (IFSE) en alls horfðu 109 milljón manns á leik Barcelona og Manchester United í úrslitum Meistaradeildarinnar í maí sl. á meðan tæplega 100 milljónir manna horfðu á úrslita leik Super Bowl (í NFL deildinni) á milli Pittsburgh Steelers og Arizona Cardinals í febrúar sl.

Samkvæmt mælingum IFSE sækja báðar íþróttirnar í sig verðið hvað sjónvarpsáhorf varðar. Töluvert á eftir Meistaradeildinni og NFL kemur Formúlu 1 kappaksturinn en um 54 milljónir manna horfðu á síðustu formúlukeppnina sem fram fór í Abu Dhabi sl. haust. Þá horfðu um 33 milljónir manna á 100 metra hlaup karla á heimsmeistarakeppninni í frjálsum íþróttum þar sem Usain Bolt sló eftirminnilegt heimsmet. 100 m. hlaup karla kemur því í fjórða sæti.

Á síðasta ári fóru hvorki fram ólympíuleikar nei heimsmeistarakeppni í knattspyrnu, tveir vinsælustu sjónvarpsatburðir í íþróttasögunni, og gefa áhorfstölur því nokkuð góða mynd af almennu áhorfi á aðrar íþróttir yfir árið að sögn BBC þar sem tölurnar eru kynntar.

Þegar horft er til dreifingar til landa þarf varla að koma á óvart að mesta áhorf á úrslitaleik Super Bowl mælist innan Bandaríkjanna. Aftur á móti eru fleiri sem horfa á Meistaradeildina víðsvegar um heiminn en ekki einungis í Evrópu.