Ólafur Örn Nielsen tók nýlega við starfi framkvæmdastjóra hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Kolibri en hann tók við starfinu af Pétri Orra Sæmundsen sem verð- ur stjórnarformaður félagsins. Kolibri er 17 manna fyrirtæki sem hjálpar stærri fyrirtækjum við hugbúnaðarþróun. „Við erum að hjálpa þeim að búa til stafrænar vörur. Þetta eru öpp þjónustuvefir, allskonar rekstrarlausnir og fleira,“ segir Ólafur

Ekki nein stöðluð matargerð

Ólafur segist hafa ótrúlega gaman af matargerð. „Konan grínast stundum með það að þegar hún ætlar að elda þá líða ekki nema nokkrar mínútur þangað til að ég er farinn að skipta mér að og þangað til að ég er bara búinn að taka yfir.“ Spurður hvernig matseld hann kjósi helst að elda segir hann að hann sé ekki með neitt staðlað. „Ég tek svona tímabil þar sem ég mastera einhverja hluti. Síðast var það chilli con carne.“ Hann segir að hversdags stíllinn í eldamennskunni undanfarið sé svolítið mexíkóskur. „Ég hef áður tekið svona veislustílinn og masterað hann en maður er núna að leggja áherslu á heilsusamlegt mataræði.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .