*

fimmtudagur, 4. júní 2020
Erlent 31. júlí 2017 16:25

Melania beinir athyglinni að Slóveníu

Töluverður vöxtur hefur verið í komu erlendra ferðamanna til Slóveníu eftir að Donald Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna.

Ritstjórn
epa

Fjöldi erlendra ferðamanna í Slóveníu jókst um 15% á fyrri helmingi þessa árs miðaða við sama tíma í fyrra. Samkvæmt frétt Bloomberg er stór hluti aukningarinnar rakinn til þess að Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, er fædd og uppalin í landinu.

Samkvæmt slóvensku hagstofunni hefur orðið einnig orðið 15% vöxtur í komu bandarískra ferðamanna til landsins síðan Donald Trump, eiginmaður Meliniu tók við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar síðastliðnum.

Samkvæmt yfirmanni hagstofu landsins hefur þó ekki orðið markverð aukning í fjölda gistinátta í heimabæ Meliniu, Sevnica. Melinia Trump sem var skírð Melanija Knavs fæddist í Slóveníu árið 1970 og bjó í landinu fram á þrítugsaldur þegar hún fluttist á brott til að fóta sig í alþjóðlega módelbransanum. 

Samkvæmt frétt Bloomberg hefur hún þó ekki komið til heimalands síns síðan árið 2002 þegar hún kynnti Donald Trump fyrir foreldrum sínum. Frá því að Melania varð forseta frú hafa slóvenskar ferðaskrifstofur byrjað að setja upp ferðir sem kallast „í fótspor Melania Trump". Í ferðunum er farið á staði þar sem hún bjó, stundaði nám og vinnu. Þá hafa ferðaskrifstofur í Slóveníu einnig kynnt landið með setningunni: „Velkomin til heimalands nýrrar forsetafrúr Bandaríkjanna.