*

mánudagur, 27. september 2021
Innlent 21. mars 2014 16:58

Melkorka ráðin verkefnastjóri tónlistar

Flautuleikarinn Melkorka Ólafsdóttir hefur störf sem verkefnastjóri um mánaðamótin.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Melkorka Ólafsdóttir hefur verið ráðin nýr verkefnastjóri tónlistar í Hörpu. Melkorka hefur lengst af starfað sem flautuleikari en hefur mjög víðtækan og fjölbreyttan tónlistarferlil að baki.

Í tilkynningu á vef Hörpu segir að Melkorka sé að ljúka námi í viðskiptafræði frá Edinburgh Business School nú í vor. Melkorka hefur störf þann 1. apríl í Hörpu.