Fyrirtækið Meniga, sem sérhæfir sig í sölu og þróun heimilisfjármálalausna, hefur á undanförnum mánuðum ráðið til starfa 25 nýja starfsmenn og ekki sér fyrir endann á fjölguninni í bráð, samkvæmt tilkynningu frá félaginu.

Eru ráðningarnar tilkomnar vegna nýrra verkefna og samninga við fjármálastofnanir erlendis ásamt aukinna umsvifa á Íslandi. Meirihluti hinna nýju starfsmanna mun starfa á Íslandi en einnig hafa þrír starfsmenn verið ráðnir til fyrirtækisins í London.

Fram kemur í tilkynningunni að húsnæði Meniga að Kringlunni 5 sé orðið of lítið fyrir starfsemina og mun fyrirtækið því flytja í Turninn á Smáratorgi í byrjun október og hafa þar möguleika á frekari stækkun.