Meniga auðveldar viðskiptavinum bankans að fá góða yfirsýn yfir fjármál heimilisins á myndrænan hátt, fylgjast með útgjöldum og tekjum og greina stöðu fjármálanna á hverjum tíma. Meniga er sjálfvirkt heimilisbókhald sem lærir á neyslumynstur einstaklinga með því að greina sjálfvirkt allar færslur af greiðslukortum og innlánsreikningum viðskiptavina. Byggt á þeim upplýsingum leggur kerfið fram raunhæf sparnaðarráð.

Stofnendur Meniga
Stofnendur Meniga
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Viðskiptavinum býðst jafnframt sjálfvirk fjárhagsáætlun byggð á raunútgjöldum og með samanburði við aðra notendur heimilisbókhaldsins er hægt að setja sér raunhæf markmið í heimilisfjármálunum.

Viðskiptavinir Landsbankans geta skráð sig í Meniga í gegnum netbankann sinn sér að kostnaðarlausu. Viðskiptavinir geta stillt valda útgjaldaflokka á Síðan mín í netbankanum og fengið sendar rafrænar tilkynningar sem veita þeim snögga yfirsýn yfir stöðu sína.

Við innskráningu í Meniga er hægt að velja hvaða bankareikningar og greiðslukort verða flokkuð sjálfvirkt og kemur þá sjálfkrafa upp fjárhagsáætlun sem byggir á raunútgjöldum síðustu 12 mánaða. Mikil áhersla hefur verið lögð á að tryggja áreiðanlega og örugga meðferð upplýsinga, en hægt er að kynna sér öryggis- og persónuverndarstefnu Meniga sem inniheldur ítarlegar upplýsingar um öryggismál.