Frá og með 22. nóvember síðastliðinn hefur Bankdata, ein stærsta hugbúnaðarveita danskra banka, innleitt heimilisfjármálabúnað Meniga inn í kerfi 11 netbanka.

Meðal bankanna er Jyske bank, sem er þriðji stærsti banki í Danmörku. Hugbúnaður Meniga nær því til allt að milljón notenda, eða fimmtungi allra viðskiptavina danskra banka.

Meniga og Bankdata hófu samstarf til að gera umbætur á stafrænum vettvangi bankanna dönsku, og til að bæta reynslu notenda í net- og farsímabönkum þeirra.

Meniga er forrit sem raðar útgjöldum sjálfkrafa í flokka og veitir myndræna sýn á útgjöldum. Markmið forritsins er að gera notendum kleift að fá skýra sjón á eigin fjármál.