Pólski bankinn BRE bank hóf í síðustu viku að bjóða netbankanotendum sínum, sem eru alls ríflega þrjár milljónir, að notast við heimilisfjármálahugbúnað Meniga.

Í tilkynningu frá Meniga kemur fram að hugbúnaður fyrirtækisins sé einn af hornsteinum í umbyltingu á netbanka fyrirtækisins, sem gengur undir nafninu mBank.

„Gríðarleg þróun á sér nú stað í fjármálaþjónustu þar sem bankar leita leiða til þess að nútímavæða þjónustu sína og gera bankaviðskipti bæði einfaldari og skilvirkari,“ segir í tilkynningunni.

„Hinn nýi netbanki er talinn vera einn sá háþróaðasti í heimi og fékk bankinn viðurkenningu á Finovate ráðstefnunni í London í febrúar sl. fyrir framúrskarandi tæknilausn í fjármálageiranum. Þar var hugbúnaður Meniga einnig verðlaunaður.“

mBank var stofnaður árið 2000 og varð stærsti netbanki Póllands árið 2012.

Hér að neðan má sjá skjámyndir úr heimabanka mBank þar sem notast er við hugbúnað Meniga.

Skjáskot úr pólska heimabankanum mBank þar sem notast er við hugbúnað Meniga.
Skjáskot úr pólska heimabankanum mBank þar sem notast er við hugbúnað Meniga.

Skjáskot úr pólska heimabankanum mBank þar sem notast er við hugbúnað Meniga.
Skjáskot úr pólska heimabankanum mBank þar sem notast er við hugbúnað Meniga.

Skjáskot úr pólska heimabankanum mBank þar sem notast er við hugbúnað Meniga.
Skjáskot úr pólska heimabankanum mBank þar sem notast er við hugbúnað Meniga.