*

fimmtudagur, 9. júlí 2020
Fólk 31. mars 2020 12:58

Meniga sækir Alicju frá Travelade

Alicja Lei hefur verið ráðin í markaðsdeild Meniga. Starfaði áður sem vörumerkjastjóri Travelade.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Alicja Lei hefur verið ráðin í markaðsdeild Meniga, að því er kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að hún muni styrkja fyrirtækið í þeim fjölmörgu erlendu verkefnum sem framundan séu.

Alicja fædd og uppalin í Kanada en hefur lært og starfað í Bandaríkjunum, Englandi og á Íslandi síðastliðin 3 ár. Hún vann í markaðsdeild útivistarmerkisins Helly Hansen um nokkurt skeið en eftir að hafa flutt til Íslands hefur hún unnið sem vörumerkjastjóri fyrirtækisins Travelade.

Alicja er gift Arnþóri Heimissyni, fjármálastjóra hjá Röfnum en hann á eina dóttur.

Stikkorð: Meniga Travelade Alicija Lei