Það þarf að vera áhugavert að stofna og reka fyrirtæki hér landi. Þetta sagði Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi, á fundi VÍB, eignastýringarþjónstu Íslandsbanka í morgun. Hann gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir að lækka skatta ekki enn frekar. Trú á því að lægri skattar muni skila auknum tekjum vegna aukinna umsvifa er ekki nægileg, segir Úlfar.

Úlfar var sammála öðrum stjórnendum á fundinum sem sögðust vilja klára viðræður við Evrópusambandið um aðild. Hann segir að bera þurfi samninginn undir þjóðina þó hann sé sjálfur ekki hrifinn af inngöngu í sambandið.

VB Sjónvarp ræddi við Úlfar.