*

sunnudagur, 16. febrúar 2020
Sjónvarp 23. október 2013 13:51

„Menn eru í pólitík en ekki praktískir“

Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi, segir eðlilegt að ljúka viðræðum við ESB þó hann sé sjálfur ekki hrifinn af félagsskapnum.

Edda Hermannsdóttir
Hleð spilara...

Það þarf að vera áhugavert að stofna og reka fyrirtæki hér landi. Þetta sagði Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi, á fundi VÍB, eignastýringarþjónstu Íslandsbanka í morgun. Hann gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir að lækka skatta ekki enn frekar. Trú á því að lægri skattar muni skila auknum tekjum vegna aukinna umsvifa er ekki nægileg, segir Úlfar.

Úlfar var sammála öðrum stjórnendum á fundinum sem sögðust vilja klára viðræður við Evrópusambandið um aðild. Hann segir að bera þurfi samninginn undir þjóðina þó hann sé sjálfur ekki hrifinn af inngöngu í sambandið. 

VB Sjónvarp ræddi við Úlfar.