Sala á hvítum skyrtum hefur rokið upp í Bretlandi síðan í ágúst.

Að sögn sérfræðinga er líklegt að menn haldi áfram að kaupa sér hvítar skyrtur á næstunni, einkum af þeim sem missa vinnuna vegna samdráttar og þurfa að mæta í atvinnuviðtal.

„Hvít skyrta gefur þau skilaboð að maður sé hygginn, vandvirkur og sveigjanlegur, sem er einmitt það sem fyrirtæki leita að við núverandi aðstæður,“ hefur Telegraph eftir viðmælanda sínum.

„Auk þess getur maður notað hvíta skyrtu bæði á skrifstofunni og sem kvöldklæðnað. Hún hentar því vel í kreppunni.“

Sala hvítra skyrta hjá Debenhams hefur aukist um rúm 50% síðan í ágúst. Sala vasaklúta hefur einnig aukist um 70%.

Telegraph greindi frá.