„Menn hafa verið plataðir til að kaupa hlutabréf, sem hurfu. Það vantar illilega neytendavernd á fjármálamarkaði,“ segir Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann skoraði á Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirpurnartíma á Alþingi í morgun að taka á þessum neytendamálum. Pétur sagði að fylgjast verði með mörgu fleiru, svo sem sækni fólks í lán. „Menn nota yfirdrætti eins og að drekka vatn,“ sagði hann og mælti með að eftirlitið verði vistað hjá Neytendastofu.

„Það vantar eftirlitsþátt með ýmsum í þessu samfélagi,“ sagði Jóhanna þegar hún tók undir með Pétri. Hún sagði eftirlitsaðila hafa brugðist í aðdraganda efnahagshrunsins og sagði málið verða skoðað.