Árni Harðarson er forstjóri Salt Investments. Hann segir í samtali við Viðskiptablaðið í dag að félagið ætli ekki ætla að selja hlut sinn í Glitni, en leggi nú kapp á að loka stöðum í erlendum eignum.

„Það er erfitt að meta,“ segir Árni Harðarson, forstjóri Salt Investments, aðspurður hvort í gangi séu skipulagðar tilraunir til að hafa áhrif á markaðinn hér á landi, með því að koma af stað orðrómi um bága stöðu fyrirtækja.

„Það slær mann stundum þannig, en stundum er það einfaldlega svo að það er ákveðin þróun í gangi sem menn reyna að græða á - spila með og veðja á hana - án þess að beinlínis sé verið að reyna að hafa áhrif á markaðinn. Sú hegðun ýtir þá undir þá þróun, þannig að úr verður einhvers konar sjálfrætandi spádómur. Ég neita því hins vegar ekki að ákveðnir aðilar eru fljótir með neikvæðar fréttir og dómsdagsspádóma,“ segir hann.

Í Viðskiptablaðinu í dag er að finna ítarlegt viðtal við Árna Harðarson. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .