Maria Miller hefur látið af embætti menningarmálaráðherra Bretlands. Hún hefur verið sökuð um að misnota opinbert fé. Í grein sem hún sendi David Cameron forsætisráðherra segir hún að hennar mál séu farin að hafa áhrif á þau góðu verk sem ríkisstjórnin sé að vinna.

Miller var sökuð um að fjármagna húsnæðiskaup foreldra sinna með skattfé, en ekki hafa fundist nægar sannanir fyrir því. Henni var þó gert að greiða til baka 5800 pund í ríkissjóð.

Meira um málið má lesa á vef BBC.