Menningarverðlaun DV fyrir árið 2007 voru afhent í Gyllta Salnum á Hótel Borg í dag.

Afhent voru verðlaun í sjö flokkum auk þess sem herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti Thor Vilhjálmssyni heiðursverðlaun. Þá voru einnig afhent verðlaun þeim sem fékk flest atkvæði meðal almennings, en netkosning fór fram á dv.is, þar sem almenningi gafst kostur á að velja úr hópi allra þeirra sem tilnefndir voru í öllum flokkum.

Verðlaunahafarnir eru eftirfarandi: Bókmenntir: Auður Ólafsdóttir fyrir Afleggjarann

Byggingalist: PK arkitektar fyrir Birkimörk 21-27 Hveragerði

Hönnun: Vinnustofa Atla Hilmarssonar

Kvikmyndir: RIFF – Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík

Leiklist: Baltasar Kormákur fyrir Ivanov

Myndlist: Elín Hansdóttir

Tónlist: Hljómsveitin Amiina

Netkosning: Elfar Logi Hannesson fyrir Act Alone