Hannes Frímann Sigurðsson var á dög- unum ráðinn sem verkefnastjóri við Byggingavettvang, BVV, sem er nýstofnaður samstarfsvettvangur Samtaka iðnaðarins, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Mannvirkjastofnunar, Íbúðalánasjóðs, þriggja ráðuneyta, menntastofnana, nokkurra fyrirtækja og aðila sem starfa á sviðum sem tengjast byggingarstarfsemi með ein- hverjum hætti.

Hannes lítur framtíðina björtum augum. „Hvatinn að stofnun samtakanna var að ýmsum aðilum hafði fundist skortur á samtali innan byggingageirans. Samráðsvettvang vantaði um hluti eins nýsköpun, þróun og samkeppnishæfni.“

Stundar MPM nám

Hannes stundar um þessar mundir nám í verkefnastjórnun við Háskólann Í Reykjavík og ber því mjög vel söguna.

„Ég hafði lengi haft augastað á þessu MPM námi. Ég hafði í raun mikla verklega reynslu af verkefnastjórnun en langaði hins vegar mikið að skoða fræðin út frá akademískum sjónarhól og síðan tengja það og nýta í framtíðinni í þeim verkefnum sem ég tek mér fyrir hendur. Námið er mjög krefjandi og skemmtilegt og ég veit að það mun nýtast mér mjög vel í nýju starfi,“ segir Hannes.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .