Þorgerður Katrín Gunnarsson, menntamálaráðherra, undirritaði fyrr í dag samning við Menntafélagið um yfirtöku á rekstri Iðnskólans í Reykjavík og Fjöltækniskóla Íslands.

Samningurinn tekur gildi 1. ágúst 2003 og er liður í þeirri viðleitni stjórnvalda að tengja fræðslu á starfsmenntasviðum enn betur við atvinnulífið.

Að Menntafélaginu ehf. standa helstu hagsmunasamtök á þjónustusviðum skólanna, Landssamband íslenskra útvegsmanna, Samband íslenskra kaupskipaútgerða, og Samorka, samtök raforku-, hita- og vatnsveitna. Auk fulltrúa þessara samtaka koma forystumenn úr röðum Farmanna- og fiskimannasambands Íslands og Vélstjórafélags Íslands að stjórn Menntafélagsins ehf.

Allur hagnaður í starfsemina

Markmið verksamningsins er að efla starfsemi og framþróun skólanna. Skólarnir munu starfa samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla og starfsgreinaráð mun gegna hlutverki sínum varðandi framþróun námskrár o.fl. í umboði menntamálaráðuneytisins. Öllum fjármunum og hugsanlegum hagnaði Menntafélagsins ehf. skal varið til eflingar starfseminnar.