*

þriðjudagur, 26. janúar 2021
Innlent 4. apríl 2014 18:34

Menntamálaráðherra fagnar samkomulagi við kennara

Illugi Gunnarsson segist ætla að endurskipuleggja formlegan námstíma í samræmi við núgildandi aðalnámskrá.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að það sé mikið ánægjuefni að búið sé að undirrita kjarasamninga við framhaldskólakennara.

Samningarnir marka tímamót í menntamálum okkar og skapa grundvöll fyrir nútímavæðingu þessa skólastigs,“ segir Illugi. Hann segist ætla að „endurskipuleggja formlegan námstíma í samræmi við núgildandi aðalnámskrá og aðgangsviðmið háskóla,“ segir hann.  Hann segir að miðað sé við að þessar breytingar hefjist í skrefum haustið 2015.

Samningurinn nær til október 2016.