Síðastliðið vor réði Síldarvinnslan rúmlega 50 sumarstarfsmenn til starfa í fiskiðjuverinu í Neskaupstað. Eins og fram kemur á vef Fiskifrétta voru flestir þessara starfsmanna á aldrinum 18-20 ára og stunduðu þeir vaktavinnu á makríl- og síldarvertíðinni. Um þessar mundir eru sumarstarfsmennirnir að láta af störfum enda skólar að byrja og ný verkefni að komast á dagskrá.

Þótt sumarstarfsmönnunum hafi líkað vaktavinnan misvel eru þeir hæstánægðir með launin sem voru á milli 500-600 þúsund krónur fyrir júlímánuð.