Menntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent fimmtudaginn 19.febrúar á Hilton Reykjavík. Nú er óskað eftir tilnefningum um fyrirtæki sem staðið hafa sig vel á sviði fræðslu- og menntamála. Leitað er eftir menntafyrirtæki sem stuðlar að menntun og fræðslu umfram það sem ætlast er til í lögum og reglugerðum.

Helstu viðmið vegna menntasprota ársins eru að lögð sé stund á nýsköpun og að verkefnið leiði af sér að menntastig hækki. Verðlaun eru veitt fyrir menntafyrirtæki og menntasprota ársins. Menntadagur atvinnulífsins er haldinn í annað sinn en þetta er samstarfsverkefni SAF, SFF, SFS, Samorku, SI, SVÞ og SA.