Atvinnulausir á aldrinum 25 til 64 ára með einungis grunnmenntun hefur farið lækkandi frá árinu 2003 meðan hlutfall bæði þeirra sem eru með framhaldsmenntun og háskólamenntun meðal atvinnulausra hefur aukist að því er Hagstofa Íslands hefur tekið saman.

Hlutfallslegur munur á menntunarstigi, sem segir til um mismunandi dreifingu menntunar á milli þeirra sem eru í vinnu og þeirra sem eru annað hvort atvinnulausir eða utan menntunar hefur einnig breyst mikið á tímabilinu.

Þannig virðist menntunarstig hafa lítil áhrif á atvinnustöðu fólks fyrir fimm árum, en þá náði þetta hlutfall lágmarki í 5,1%, það er á þriðja ársfjórðungi árið 2015, en hlutfallið fór í hámark í 38,6% í lok árs 2007. Um svipað leiti eða hálfu ári seinna, áður en fjármálakreppan sjálf hófst fyrir alvöru haustið 2008, var hins vegar minnsti munur á menntun þeirra sem eru utan vinnumarkaðar.

Þannig var misræmi menntunar þeirra sem eru starfandi og þeirra sem standa utan vinnumarkaðar, það er ekki í atvinnuleit, náði hins vegar lágmarki á öðrum ársfjórðungi 2008, í 15,6%, meðan það fór hækkandi til ársloka ársins 2019 þegar það náði 27,9%.

Þetta hlutfall er almennt hærra hjá konum en körlum, en hjá konum hefur þetta hlutfall haldist nokkuð stöðugt frá árinu 2011 til þriðja ársfjórðungs árið 2020 þegar það var 29,6%.

Þriðjungur án vinnu með háskólapróf

Hlutfall atvinnulausra á aldrinum 25-64 ára með grunnmenntun lækkaði úr 50,7% á fyrsta ársfjórðungi 2003 í 27,8% á þriðja ársfjórðungs 2020. Á sama tímabili jókst hlutfall atvinnulausra með háskólamenntun úr 21,4% í 36,1% og hlutfall atvinnulausra með framhaldsmenntun úr 27,9% í 36,1%.

Hlutfall þeirra sem standa utan vinnumarkaðar á aldrinum 25-64 ára og hafa einungis grunnmenntun lækkaði úr 51,2% á fyrsta ársfjórðungi 2003 í 38,9% á þriðja ársfjórðungs 2020. Á sama tímabili jókst hlutfall einstaklinga sem standa utan vinnumarkaðar og eru með háskólamenntun úr 9,6% í 29,8% og hlutfall einstaklinga með framhaldsmenntun úr 39,2% í 31,3%.

Menntunarstig skiptir minna máli fyrir karla

Á þriðja ársfjórðungi 2020 mældist misræmi menntunar þeirra sem eru starfandi og þeirra sem eru atvinnulausir 12,8%, meðan það var 15,7% á þriðja ársfjórðungi 2019.

Hlutfallið hefur farið lækkandi á árinu á meðal atvinnulausra karla, en það var 8,2% á þriðja ársfjórðungi 2020, meðan það var 17,1% á þeim fyrsta og 23,8% á öðrum ársfjórðungi. Á þriðja ársfjórðungi 2019 var hlutfallið hins vegar 12,1%.

Mun minni sveifla var meðal atvinnulausra kvenna, eða 20,2% á þriðja ársfjórðungi 2020, en 19,6% á þriðja ársfjórðungi 2019.