Konurnar á bak við Tulipop, þær Signý Kolbeinsdóttir, Helga Árnadóttir og María Björg Sigurðardóttir hafa gefið vinnu sína við að hanna og koma framleiðslu á kring á Mæðradagsblóminu . Á mæðradaginn ár hvert er selt Mæðradagsblóm til styrktar Menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Nokkrar leiðir hafa verið farnir í framleiðslu á blómunum; tvisvar hafa hönnuðir gefa vinnu sína við gerð blómanna, sem sjálfboðaliðar hafa svo framleitt. Í fyrra var um lifandi rós, sem sjóðurinn fékk á góðum kjörum frá Blómabændum en í ár er Mæðradagsblómið hangandi sem litlir blómaknúppar á lyklakippu.

Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar hjálpar konum til þess að mennta sig og auka tækifæri sín á vinnumarkaði og þar með möguleika á að sjá sér og börnum sínum farborða. Frá stofnun árið 2012 hefur Menntunarsjóðurinn styrkt 52 efnalitlar konur til náms og í þeim tilgangi úthlutað alls 69 styrkjum.

Konurnar hafa verið styrktar til margs konar náms, s.s. við framhaldsskóla, Tækniskólann, háskóla og til að fara á ýmis hagnýt námskeið. Sumar hafa þegar lokið háskólaprófi eða fagmenntun á ákveðnu sviði, sumar eru í miðjum klíðum og enn aðrar eru að ljúka námi á þessu ári eða í vor. Flestar eða allar þessara kvenna hefðu ekki átt þess kost að fara í nám hefðu þær ekki hlotið styrk úr Menntunarsjóðnum.

Mæðrablómið hannað af Tulipop konunum.
Mæðrablómið hannað af Tulipop konunum.
© Aðsend mynd (AÐSEND)