Hugbúnaðarfyrirtækið Mentis Cura hefur gengið frá samningi við bandaríska heilsurisann Cardinal Health um notkun á búnaði félagsins næstu 15 árin. Cardinal Health er 19. stærsta fyrirtæki Bandaríkjanna samkvæmt Fortune 500 listanum. Fyrr á árinu kom fram í samtali við Kristinn Johnsen, framkvæmdastjóra Mentis Cura, í Viðskiptablaðinu að viðræðurnar væru á lokastigi. Mentis Cura mun útvega hugbúnað fyrir Cardinal Health.

Mentis Cura er í dag átta manna fyrirtæki sem er með starfsemi sína úti á Granda. Hér er fyrst og fremst um að ræða framleiðslu á hugbúnaði sem hægt er að tengja við tæki sem þegar eru í notkun. Búnaðurinn sem hér um ræðir notar mælingar á heilabylgjum til að greina Alzheimer í öldruðu fólki og ofvirkni í börnum. Mentis Cura var stofnað árið 2004 en byggði á verkefni sem hafði verið í gangi innan Lyfjaþróunar síðan árið 2000.