*

mánudagur, 24. júní 2019
Innlent 1. júlí 2017 16:02

„Mér er misboðið"

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að með ákvörðun kjararáðs sé verið að stefna stöðugleikanum í tvísýnu.

Trausti Hafliðason
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Eva Björk Ægisdóttir

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir alveg klárt að kjararáð sé nú að leiða launaþróunina með sínum ákvörðunum.

„Mér er misboðið," segir Halldór Benjamín. „Það eru stjórnmálamenn sem setja rammann utan um kjararáð þannig að þeir bera ábyrgð á þessu. Það stendur upp á ríkisstjórnina að laga þetta og afturkalla. Þetta er ekki gott innlegg í kjarasamningslotuna sem er framundan.

Í rammasamkomulaginu sem gert var árið 2015 þá samþykkti ríkið og sveitarfélögin að viðhalda ákveðinni launastefnu í landinu út árið 2018. Þessar ákvarðanir ganga í berhögg við þetta samkomulag. Það er holur hljómur í því að láta alla aðra undirgangast stefnu A en fylgja síðan sjálfir stefnu B. Ég skil ekki hvað þeim gengur til. Mín sýn á efnahagslífið er að þorri fólks hefur það gott og eina óveðurskýið sem ég sé er órói á vinnumarkaði. Með ákvörðun kjararáðs er verið að stefna stöðugleikanum í tvísýnu."

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is