Þann  29 janúar 1886 fékk Karl Benz einkaleyfi nr. 37435 fyrir ökutæki með innbyggðri bensínknúinni vél frá Einkaleyfaskrifstofu keisarans í Berlín (d. Kaiserliches Patentamt).

Í tilefni þessa mun Daimler Benz, framleiðandi Mercedes Benz, halda upp á afmælið í dag . Angela Merkel kanslari Þýskalands verður heiðursgestur í afmælishófinu.  Myndbandið var gert í tilefni af afmælinu.

Elsti bílaframleiðandi heims

Mercedes Benz er elsti bílaframleiðandi heims, þar sem rætur þess liggja í fyrsta bílnum sem Karl Benz byggði. Daimler Benz Aktiengesellschaft varð til árið 1926 með sameiningu fyrirtækja Karl Benz og Gottlieb Daimlers. Í upphafi hafði Daimler aðallega einbeitt sér að smíði véla en síðar hóf hann framleiðslu bifreiða í samvinnu við Vilhelm Maybach.

Sagan á bak við nafnið

Austurríkismaðurinn Emil Jellinek var kaupsýslumaður í Vínarborg og síðar konsúll Austurríkis í Nice í Frakklandi. Hann sat í stjórn Daimler frá 1900-1909 og var mikill bíladellukall. Daimler smíðaði sérstaklega bíla fyrir hann sem hann nefndi eftir dóttur sinni.  Þegar fyrirtækin sameinuðust undir nafni Daimler Benz AG varð fyrra nafnið í höfuð á dótturinni og síðara í höfuð á Benz. Vafalaust hefur Daimiler viljað sýna Jellinek þakklæti sitt með þessu.

Aðsetur

Aðalskrifstofur Daimler Benz er í Stuttgart í Þýskalandi.  Karl Benz hóf starfsemi sína í Mannheim og þar er ennþá mikil starfssemi. Nú 85 árum eftir sameingingu félagsins talar fólk af eldri kynslóðinni um bækistöðvar félagisins í Stuttgart sem Daimler og starfsemina í Mannheim sem Benz.

Fyrirtækið hefur sett upp sérstaka síðu í tilefni afmælisins . Hér fyrir neðan er mynd af fyrsta bílnum.

Fyrsti bíllinn, framleiddur af Karl Benz 1886.
Fyrsti bíllinn, framleiddur af Karl Benz 1886.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)