Mercedes-Benz seldi flesta lúxusbíla allra lúxusbílaframleiðenda í janúar. Salan nam 151 þúsund bílum og nam aukningin 19,9%. Mercedes var næst mest seldi lúxusmerkið árið 2015, eins og Viðskiptablaðið fjallaði um fyrir skömmu .

Næstur í janúar kom Audi með 143 þúsund selda bíla, en Audi var þriðji mest seldi bíllinn á síðasta ári. Aukningin nam 4% milli ára.

BMW, sigurvegarinn síðustu 11 árin, endaði í þriðja sæti í janúar þrátt fyrir 7,5% aukningu milli ára, rétt eins og í fyrra. Janúar er sem sagt ekki sérstaklega góður mánuður hjá BMW.

Spennandi keppni er framundan, en sala einstakra mánaða er aðeins vísbending um söluþróun. Allir bílaframleiðendurnir þrír ætla að verða stærstir árið 2020 en aðrir lúxusbílaframleiðendur selja undir einni milljón bíla ára ári.