*

laugardagur, 25. september 2021
Erlent 15. febrúar 2021 14:51

Mercedes-Benz innkallar yfir milljón bíla

Bílaframleiðandinn hefur neyðst til að innkalla ríflega eina milljón bíla í Bandaríkjunum vegna galla í neyðarbúnaði.

Ritstjórn
Eyþór Árnason

Bílaframleiðandinn Mercedes-Benz hefur neyðst til að innkalla ríflega eina milljón bifreiða í Bandaríkjunum vegna galla í neyðarbúnaði bifreiðanna. BBC greinir frá.

Umræddan galla er að finna í svokölluðu eCall kerfi bifreiðanna, sem sendir boð til viðbragðsaðila með staðsetningu bifreiðarinnar er slys ber að garði. Gallinn felst í því að í sumum tilfellum gefur búnaðurinn upp ranga staðsetningu.

Gallinn nær alls til 1.292.258 Mercedes-Benz bifreiða í Bandaríkjunum en bílaframleiðandinn ku jafnframt vera að undirbúa innkallanir í fleiri löndum á næstunni vegna sama vandamáls.