Verðmæti vörumerkisins Mercedes Benz eykst um 6% en verðmæti Toyota minnkar um 14% milli ára samkvæmt könnun Business Week og Interbrand.  Toyota er nú í 11. sæti listans, en var í 8. sæti í fyrra.  Mercedes Benz stendur í stað í 12. sæti.

Síðustu tíu árin hafa Mercedes Benz og Toyota verið verðmætustu vörumerki heims í flokki bilaframleiðanda.  Árið 2001 var Ford þó ofar á lista, í 8. sæti, en féll strax árið eftir niður fyrir Mercedes.  Ford er nú í 50. sæti.

Margir bílaframleiðendur eru á listanum, þar á meðal allir þeir þýsku.  Hins vegar vekur athygli að aðeins einn bandarískur framleiðandi er á listanum.

Listi yfir verðmætasta vörumerki heims í flokki bílaframleiðanda

  1. Toyota - 11. sæti - verðmæti 26 millj. dala
  2. Mercedes Benz - 12. sæti - verðmæti 25,1 millj. dala
  3. BMW - 15. sæti - verðmæti 22,3 millj. dala
  4. Honda - 20. sæti - verðmæti 18,5 millj. dala
  5. Ford - 50. sæti - verðmæti 7,2 millj. dala
  6. Volkswagen - 53. sæti - verðmæti 6,9 millj. dala
  7. Audi - 63. sæti - verðmæti 5,4 millj. dala
  8. Hyundai - 65. sæti - verðmæti 5 millj. dala
  9. Porsche - 72. sæti - verðmæti 4,4 millj. dala
  10. Ferrari - 91. sæti - verðmæti 3,5 millj. dala