Lyfjaframleiðandinn Merck dró í síðustu viku sjálfviljugur eitt af söluhæsta lyfi sínu af markaði. Drógu þeir gigtarlyfið Vioxx af markaði vegna niðurstaðna úr rannsóknum sem sýndu fram á að þeir sem taka lyfið hafa tvisvar sinnum meiri líkur á að fá hjartaáfall eða heilablóðfall heldur en þeir sem tóku lyfleysu. Á síðasta ári skilaði lyfið Merck 2,5 milljörðum í tekjur sem var 11% af heildartekjum félagsins fyrir árið 2003.

Á þessu ári mun þessi rástöfun, að taka lyfið úr sölu, valda samdrætti á tekjum á hlut upp á 50 til 60 sent sem er um 20% af spáðum tekjum á hlut fyrir árið. Gengi bréfa Merck lækkuðu um 24,5% niður í átta ára lágmark og endaði vikuna í 33,31 dollar á hlut sem er lækkun um 11 dollara á hlut. Þetta kemur fram í Vikuyfirliti MP fjárfestingabanka.