Raunum lyfjaframleiðandans Merck virðist langt í frá að vera lokið. Eins og fram hefur komið í vikufréttum undanfarnar vikur hefur félagið átt erfitt uppdráttar vegna verkjalyfsins Vioxx. Nú hafa bandaríska verðbréfaeftirlitið og dómsmálaráðuneytið bæst í hóp margra skaðabótalögfræðinga sem hafa sótt á fyrirtækið vegna verkjalyfsins.

Hefur bandaríska verðbréfaeftirlitið hafið óformlega rannsókn á bókhaldi félagsins og dómsmálaráðuneytið er að hefja opinbera rannsókn á því hvort að saknæmt athæfi hafi verið viðhaft innan fyrirtækisins. Hlutabréfaverð félagsins lækkaði um 0,45% í vikunni og endaði í 26,45 dollurum á hlut.

Byggt á Vikufréttum MP fjárfestingabanka.