Þýski kanslarinn, Angela Merkel, segir að hún sé ánægð við samninginn um að aðstoða við fjármögnun skuldahlaðinna evruríkja. „Ég held að við höfum fundið góða málamiðlun,“ sagði Merkel eftir næturfundi þar sem Ítalir og Spánverjar lögðu hart að Merkel. Þetta kemur fram í umfjöllun BBC um málið.

Ný eftirlitsstofnun mun gera Seðlabanka Evrópu kleift að fylgjast náið með evrópskum bönkum samkvæmt Merkel. Spánverjar bíða nú eftir endurfjármögnun þarlendra banka fyrir um 100 milljarða evra. Nýr sjóður verður settur á laggirnar sem mun geta komið bönkum til bjargar auk þess sem honum verður leyft að kaupa skuldabréf ríkja á borð við Ítalíu og Spánar sem þurfa að búa við mjög erfið lánaskilyrði.