Angela Merkel Þýskalandskanslari fundar enn á ný í París í dag með Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta. Umræðuefnið er sem fyrr leiðir til að leysa skuldakreppuna evrusvæðinu og tilraunir til að berja saman björgunaráætlun sem leggja á fyrir á leiðtogafundi Evrópusambandsríkjanna um næstu helgi.

Spennan er orðin talsverð fyrir leiðtogafundinn en þar á að reyna til þrautar að komast negla niður áreiðanlega áætlun um lausn vandans. Fleiri leggja lóð sitt á vogarskálarnar, þar á meðal Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sem áætlar að ræða við Mario Draghi, bankastjóra evrópska seðlabankans, í Frankfurt í Þýskalandi á morgun.

Geithner hefur einmitt þrýst að leiðtogar evruríkjanna komi sér sem fyrst saman um aðgerðir til að leysa úr vandanum.

Bloomberg segir hagræðingaráætlanir Ítala sem fjallað er um á ítalska þinginu nú lið í því að koma evrusvæðinu í var. Á meðal annarra mála sem deilt er um er hvort evrópski seðlabankinn eigi að verða lánveitandi til þrautavara, hvort evruríkin eigi að gefa út sameiginleg skuldabréf og fleira í þeim dúr.