Angela Merkel, kanslari Þýskalands, er valdamesta kona í heimi, samkvæmt lista Forbes. Listinn var birtur á vef tímaritsins í dag.

Kosningar fara fram í þýskalandi á morgun og segir Forbes að búist sé fastlega við því að flokkur Merkels fái nægilega mikið fylgi til þess að hún geti gegnt embættinu þriðja kjörtímabilið í röð.

Merkel hefur verið kanslari þýskalands í átta ár og segir Forbes að enginn sé í augsýn sem geti skákað henni

Listinn yfir 10 valdamestu konur heims er þessi:

Angela Merkel, kanslari Þýskalands,
Dilma Rousseff, forseti Brasilíu,
Melinda Gates, eiginkona Bill Gates, forstjóra Microsoft,
Michelle Obama, eiginkona forseta Bandaríkjanna,
Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
Sheryl Sandberg hjá Facebook,
Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins,
Janet Napolitano, heimavarnarráðherra Bandaríkjanna,
Sonia Gandhi, forseti Þjóðarþingsins á Indlandi,
Indra Nooyi, forstjóri Pepsico.