Hætt er við að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, leggi framtíð sína að veði sem formaður Kristilegra demókrata í viðleitni sinni til að bjarga evrunni undan klóm skuldakreppunnar. Formannskosningar eru eftir tvö ár.

Þjóðverjar hafa verið tregari til að leggja hönd á plóg til að létta byrðina á skuldsettustu ríkjum evrusvæðisins og finnst mörgum nóg um. Fréttastofa Reuters greindi frá því fyrr í mánuðinum og mörgum flokkssystkinum Merkel sem í samstarfsflokkum þætti hún of viljug til að láta Þjóðverja taka á sig miklar skuldbindingar vegna óreiðu og skuldsetningar ráðamanna í öðrum evruríkjum. Á endanum kunni svo að fara að þýskir skattgreiðendur muni sligast undan skuldum annarra.

Bloomberg-fréttan bendir á í dag að ráðamenn í Bandaríkjunum og öðrum umsvifamiklum hagkerfum heimsins eru ósammála löndum Merkel; hún geti gert betur til að koma evrusvæðinu í var frá kreppunni og megi ekki láta framboðspælingar standa í vegi fyrir því.

Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins funda um aðgerðaáætlun fyrir skuldsettustu evruríkin á fundi sínum á sunnudag.

Samkvæmt niðurstöðum þýska tímaritsins Stern fyrir mánuði eru 80% Þjóðverja mótfallin því að leggja á sig aukin fjárútlát til að bjarga Grikkjum úr fjárhagsvandræðum.

Kvenleiðtogar
Kvenleiðtogar
© AFP (AFP)