„Evrópa stödd í umróti sem gæti orðið að verstu kreppu á svæðinu frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar,“ sagði Angela Merkel , kanslari Þýskalands í ræðu í upphafi landsfundar flokks hennar CDU í dag. Merkel benti á að ef illa færi fyrir Evrópu í heild muni Þýskaland líka fá að finna fyrir því. Evrópa væri grundvöllur velferðar í Þýskalandi, 60% af útflutningi landsins færi til annarra landa Evrópusambandsins. Kreppan á evrusvæðinu og í Evrópu hangir sem skuggi yfir landsfundinum CDU í Leipzig en einnig er reiknað með að hart verði tekist á um lögfestingu lágmarkslauna.

Merkel mun reyna að sannfæra félaga sína á landsfundinum um nauðsyn þess að Þýskaland gegni leiðtogahlutverki við að ná fram þéttari efnhagslegri samvinnu í Evrópu. Það verður þó ekki auðvelt verk fyrir Merkel því margir Þjoðverjar eru afar óhressir með að þeir eigi borga brúsann vegna björgunar annarra skuldsettra evruríkja.