Angela Merkel, kanslari Þýskalands, kom til Aþenu í dag. Þar er hún meðal annars að fagna því að Grikkir gáfu í gær út skuldabréf í fyrsta sinn í langan tíma, en staða Grikklands hefur verið ákaflega viðkvæm í um fjögurra ára skeið.

Merkl mun hitta Antonis Samaras, forsætisráðherra Grikklands, og fólk úr grísku viðskiptalífi. „Ég held að það séu meiri tækifæri en erfiðleikar framundan fyrir Grikki,“ sagði Merkel í tilefni af komu sinni.

Reuters greindi frá.