Þýska þingið hefur kosið Angelu Merkel í embætti kanslara Þýskalands. Hún mun því gegna embættinu í þriðja kjörtimabil. Flokkur hennar, Kristilegir demókratar mynduðu stjórn með Sósíaldemókrötum.

Samkvæmt stjórnarsáttmálanum verða tekin upp lágmarkslaun í Þýskalandi. Þrátt fyrir það mun áfram verða mikill agi í ríkisfjármálum.

Lög um lágmarkslaun munu taka gildi árið 2015, en þau verða 8,5 evrur á klukkustund. Það nemur tæpum 1400 krónum.