*

þriðjudagur, 28. janúar 2020
Innlent 15. júní 2019 12:47

Merkel komi til landsins í ágúst

Þýskalandskannslari er sögð mæta á fund forsætisráðherra Norðurlandanna 19. til 21. ágúst næstkomandi.

Ritstjórn
Frá fundi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra Íslands með Angelu Merkel kanslara Þýskalands, en sú síðarnefnda er sögð á leiðinni til landsins í ágústlok.
Aðsend mynd

Angela Merkel, kannslari Þýskalands er sögð vera á leiðinni til íslands í ágúst, að því er Morgunblaðið greinir frá, en hún hefur ekki komið hingað til lands áður.

Er ástæðan sögð vera svo hún geti verið viðstödd fund forsætisráðherra Norðurlandanna sem fram fer hér á landi 19. til 21. ágúst næstkomandi.

Þar verður meðal annarra mála rætt um málefni norðurslóða, sem Merkel hefur sýnt áhuga á undanförnu, en þær Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra íslands áttu fund saman í Berlín í nóvember síðastliðnum.