Angela Merkel leggst gegn því að þjóðaratkvæðagreiðslur séu haldnar um meiriháttar málefni sem tengjast Evrópusambandinu. Þetta segir Reuters fréttastofan , en áhersla hefur verið lögð á að fjölga þjóðaratkvæðagreiðslum í meirihlutaviðræðum sem fram fara núna.

Ástæðan fyrir afstöðu Merkel er sögð vera sú að hún telji að þjóðaratkvæðagreiðslur dragi úr áhrifum þingsins. „Afstaða Kristilegra demókrata er skýr: Við erum á móti því að draga úr áhrifum þingsins,“ segir Guenter Krings, þingmaður flokksins.